19 júní 2004

Loksins



Jæja þá er ég loksins laus til að rita eitthvað. Er reyndar stödd í heimsókn hjá mams og pabs en fæ afnot af tölvunni þeirra. Búið að vera soldið svindl bæði í gærkvöldi og í dag. Kom upp erfitt vandamál í fjölskyldunni og þá leitaði ég að gömlu vana í hugguna mína, sem sagt mat. Var svo sem ekkert rosalegt en við grilluðum og ég var ekkert að athuga hvað fór ofan í mig, ekkert óhollt svo sem en bara ekkert vigtað og mælt einsog vanalega. Svo eftir kvöldmatinn eða um tveim tímum seinna borðaði ég tvær pulsur :( ekki alveg nógu gott. Svo fórum við famelían í sund í dag og þá fékk ég mér einn barna ís í brauði. Soldið fyndið það, mig langaði ekki einu sinni í ís var eiginlega bara meira þyrst og langaði í vatn eða kristal eða soleiðis en fékk mér samt, skrítið. En það þýðir ekkert að gefast upp, enda langar mig ekki til að hætta þessum lífstíl mínum og fara í gamla farið þar sem maður gat ekki borðað neitt án samviskubits. Þetta er eginlega ekki lengur spurnig um að vera mjó því ég er þokkalega sátt við mig, heldur er það meira spurning um það að borða hollt og vera hraustur og meðvitaður um það sem ofaní mann fer. Ekki vera að bjóða líkamanum sínum eitthvað rusl heldur hollt fæði. Maður á jú bara einn líkama og ekki er í boði að skipta ef þessi bilar. Hafiði það gott elskurnar mínar og heyrumst fljótlega aftur.

2 Tjáðu sig:

Blogger Hildur sagði...

Það er sko rétt. Maður á bara einn líkama og það er eins gott að hugsa vel um hann.
Annars finnst mér þú vera að standa þig vel þrátt fyrir smá svindl.

20. júní 2004 kl. 09:30  
Blogger gerrit sagði...

Láttu ekki smásvindl kippa þér af leiðinni - þetta gengur vel virðist mér og þú átt eftir að sjá þína réttu vigt :-)

20. júní 2004 kl. 12:00  

Skrifa ummæli

aftur heim

|