09 maí 2004

Hinn brjálaði Olludjús


Þetta finnst mér svaka fyndið. Allar að drekka engiferdjús og búið að skíra hann í höfuðið á mér Hysterical ég vona bara að hann virki jafn vel á ykkur og á mig!!
Var að lesa hjá einni ykkar (man ekki hverri í augnablikinu) umræðu um vatnið, að það sé ekki mjög hollt að drekka of mikið af því. Ég er ekki sammála, ég er heilari og þau skilaboð sem ég hef fengið um vatn er það að við eigum að drekka sem mest af því. Því meira því betra. Líkaminn okkar er að mestuleiti vatn og við getum ekki lifað án þess, við getum lifað ótrúlega lengi án fæðu en ekki án vatns. Ég held að með stöðugri og mikilli vatnsdrykkju sé hægt að laga margt hvert vandamálið í líkama okkar, veit um fólk sem hefur lækkað kólesteról og háþrýsting með mikilli vatnsdrykkju. EF maður venur sig á mikla vatnsdrykkju þá hættir maður fljótlega að vera alltaf að pissa, líkaminn fer að nota vatnið í annað og hættir að skila því eins mikið út. Ég er ekki viss um að maður geti fengið þvagleka á því að drekka mikið vatn, ég hef verið með þvagleka allt mitt líf og til að bæta hann þarf ég að æfa vöðvana í kringum blöðruna, sem sagt magavöðvana og grindabotninn og mér finnst þvaglekinn einmitt aldrei vera verri en þegar ég hef trassað það í soldin tíma að drekka vatn. Ég held að þegar maður er orðinn þyrstur þá sé orðinn verulegur vatnsskortur í líkamanum sem er ekki gott, þá einmitt byrja söltin að skilja sig úr líkamanum (allur vökvi verður saltari og súrari, sjáið það á pissinu sem er þá orðið dökk gult) og þá byrjar bjúgurinn að setjast á mann. Maður verður því að passa að verða ekki þyrstur. Ég trúi því statt og stöðugt að vatn sé allra meina bót þá sérstaklega okkar góða Íslenska vatn, og við sem erum svo heppnar að geta notið þess ættum að gera það í eins miklum mæli og við getum.

Annars gengur allt vel ég var 97 á vigtinni í morgun sem þýðir að 6,5 kg er farið (yesssss) síðan 13 apríl, held reyndar enn þá að vigtin mín sé eitthvað klikkuð og er orðin virkilega stressuð yfir þessu. Sagði við kallinn minn í gær að ég væri bara ábyggilega ekkert að léttast og þetta væri bara allt eitthvert svindl. Hann hélt nú ekki og reyndi að stappa í mig stálinu. Ég veit bara að vigtin þokast niður á við og meðan hún frekar niður en upp þá er ég ánægð skítt svo með það hvað ég sé þung í raun og veru.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|