29 apríl 2004

YNDISLEGT LÍF


Ég er svo ánægð með mig. Það gengur allt svo vel og ég finn bara ekki fyrir neinu. Fór í veislu í gær til ömmu minnar sem átti afmæli og viti menn ég bara sat fyrir framan allar krásirnar og brosti og drakk mitt kaffi. Amma var nú eitthvað að ýta á mig að fá mér og svona en neibb ekkert takk fyrir mig. Fékk mér reyndar eina matskeið af brauðrétti hjá henni bara til að þyggja eitthvað. Mér fannst þetta ekkert mál og upplifði mig ekkert sem eitthvert fórnalamb, var bara hæst ánægð og spjallaði og trallaði eins og mér einni er lagið. Stalst svo á vigtina áðan og viti menn ég stend á sléttu 100. Jíbbí heilt kíló farið frá því á þriðjudag, það hefur greinilega borgað sig að vera svona mikið úti í gær. Kannski verður bara þriggjastafa múrinn rofinn á næsta þriðjudag hver veit. Annars fer ég í vigtun til Kristínar á þriðjudaginn og mér kvíður svoldið fyrir. Sú vigt sínir mikklu þyngra en vigtin mín og þá lendi ég kannski í því að þurfa rjúfa múrinn tvisvar, en ég læt ekki deigan síga og smæla bara framan í heiminn og allar vigtirnar hans.

Fékk mér 120 grömm af hakki í grítu í hádeiginu í gær. 300 grömm af grænmeti með því og eina ristaðabrauðsneið 30 grömm með smjöri 5 grömm. Var ekki alveg nógu dugleg í vatninu í gær en ætla að standa mig betur í dag.
Fékk mér svo í kvöldmatinn svínalund 170 grömm með 75 grömmum af hrísgrjónum 300 grömmum af grænmeti og sósu. Svo um kvöldið fékk ég mér te og eina appelsínu. Fékk mér eina ristaðabrauðsneið með kotasælu og sultu í morgunmat og eina appelsínu.

Uppáhaldsveðrið mitt úti núna, logn og rigning, og mér dauðlangar út en er föst yfir stelpunni en hún sefur inni núna því vagninn hennar gleymdist úti í gær og varð allur rennandi blautur. En ætla að fara út á efti og láta karlinn vera með hana og reyna að hreifa mig soldið.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|