27 apríl 2004

Töludagurinn mikli.


Jæja þriðjudagur í dag og auðvita var stigið á vigtina og allt klappið mælt. Ég hef lést um heilt kíló og er því núna 101 þannig að það eru 2500g farin af mér á tvemur vikum, nokkuð gott það.

Nýustu tölur: MAGI:127,5 RASS:123 LÆRI:72,5 MITTI:106,5 UPPHANDLEGGIR:38 BRJÓST: 122

Samtals eru þetta 12,5 cm sem eru farnir eða 28 cm í alls á tvemur vikum, bara nokkuð ánægð með það.

Í hádeiginu í gær fékk ég mér 120g af fiski og 310g af grænmeti og hálfa rúgbrauðsneið (30g) gat ekki klárað matinn. Í kvöldmatinn fékk ég mér 170g af kjúklingaborgara og 330g af grænmeti og 100g af frönskum. Svo um kvöldið blandaði ég mér shiek úr 6 dl. af létt AB mjólk einum banana og einni peru og fékk mér tvo glös. Í morgunmat í morgun fékk ég mér ristað brauð (30g) og 3 tsk af kotasælu (15g) og eina tsk af sultu (5g) drakk vatn og te með og svo hálft mangó.

Var rosalega dugleg í gær í útiverunni og ætla að reyna að stefna á það að fara alla vega einu sinni út á deigi hverjum í einhverja hreyfingu, þó svo það sé ekki annað en að rölta út í fjárhús. Þessi árangur hvetur mig mikið áfram plús þá finn ég ekkert fyrir þessu ég er aldrei svöng og finnst ég ekki vera að missa af neinu. Fór til ömmu í gær og hún er alltaf sama drottningin heim að sækja og fór að tína út kökur og fínerí ég sagði henni að ég vildi ekkert og stóð við það þó svo að hún hafi komið með uppáhaldskökuna mína á borðið. Fékk mér bara kaffi og hafði það fínt. Þarf að fara kaupa mér nýja vigt hún er alveg ga ga þessi sem ég á núna enda er hún 30 ára gömul eða eitthvað. Ætla að splæsa á mig svona fínni tölvuvigt svo ég geti nú farið að sjá þetta í grömmum. Annars fer ég í vigtun í næstu viku til hennar Kristínar og það verður gaman að sjá hvort ég verði jafn þung og ég var þegar ég hætti í "kúrnum" í janúar. Þyngdist um alla vega 5 kg eftir að ég hætti þá svo þetta verður spennandi. Bara svona rétt í lokin langar mig til að hvetja ykkur allar áfram því ykkar árangur er minn! Þá meina ég að ég fyllist öll eldmóði og krafti í að halda áfram þegar ég sé að ykkur er líka að ganga vel.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|