28 apríl 2004

SO FAR SO GOOD


Yndislegt veður úti þannig ég ætla að hafa þetta stutt núna og skella mér út. Er reyndar búin að vera úti í allan morgun en hey það er ekki hægt annað.
Gær dagurinn var frábær og allt gengur eins og vel smurð vél (enn þá 7 9 13) Ég finn ekki neitt fyrir þessu og held því bara áfram og áfram og áfram eins og enerdæser kanínan. Mjög sátt við árangurinn hjá mér og vona að þetta gangi svona vel áfram. Búin að setja mér föst markmið og hljóma þau svona. Fyrir afmælið mitt (sem er 9 okt.) ætla ég að vera búin að léttast um 13 kg. sem sagt ég hef 23 vikur í það. Svo eftir aðrar 23 vikur (sem er 15 mars) ætla ég að vera búin að léttast um önnur 13 kg. Þá hef ég 13 vikur til að missa 7-10 kg fyrir brúðkaup. Yesssss þetta verður æði. Hófleg markmið eru best en ef mér finnst þetta rok ganga þá kannski breyti ég þessu eitthvað.

Fékk mér 120 g af kjúklingaborgara í hádeiginu í gær og 340 g af grænmeti og eina 30g ristaða brauðsneið. Í kaffitímanum fékk ég mér eina ristaðabrauðsneið með kotasælu (30g) og sultu (5g). í Kvöldmatnum fékk ég mér 300g af grænmeti og 170 af nautahækki í grítu. Um kvöldið fékk ég mér eina appelsínu og te.

Í morgun fékk ég mér 1 dl af létt AB mjólk og eina 30 gramma ristaðabrauðsneið með 30g af létt kotasælu og 1 tsk af sultu og hálft mangó. Í hádeiginu fékk ég mér 350 gr. af grænmeti og nautahakk í grítu 120 g. Svo ætla ég að fá mér appelsínu núna og drekka fullt af vatni.
Jæja best að drífa sig út í góða veðrið sjáumst síðar.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|