25 apríl 2004

Réttlætingar.

Ég fékk átkast í gær og réttlætti það með allskonar vitleysu. Ég át 3 mjólkurkex, eina möffins svo páskaeggið. Ég sagði sjálfri mér að það væri laugardagur og svo framvegis, bjánalegar afsakanir. En ég held ótrauð áfram. Í morgun fékk ég mér ristað brauð (30g)og 2 tsk af kotasælu (10g) og 1 tsk af sykurlausi sultu (5g) og eitt vatnsglas og einn kaffibolla með mjólk útí og eina appelsínu. Ég er bara södd og sæl núna. Annars er ég farin að taka eftir því að maginn á mér sé að minka þá meina ég ekki ummálið heldur hvað ég get sett mikið ofan í hann.

Ég er drulluhrædd ef ég sýnu þessu of mikinn áhuga þá fái ég megrun á heilan og verði alltaf á vigtinni og koxa á öllu saman ég geri mér grein fyrir því að þar er fín lína á milli þess að vera með þetta á heilanum og vera meðvitaður. Ég reyni að halda mér bara meðvitari. Annars er ég svo óþolinmóð að það er alveg óþolandi ég ætla að taka þetta með trukki og dýfu núna og verða mjó á fjórum vikum en skinsemin segir mér auðvita annað. Ég er annars ekkert í megrun heldur er ég búin að breyta um lífstíl. Ég ætla mér að vera meðvituð alla æfi svo ég endi ekki eins og ég er núna eftir að ég er búin að ná af mér öllu. Sjáum til hvort ég standi mig bara ekki.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|