25 apríl 2004

Góður dagur.

Jæja þetta er búið að ganga mjög vel í dag. Það er búið að vera svo ofboðslega gott veður að ég skellti mér með Sveini út að labba. Það var yndislegt. Ekkert átkast í dag enda hef ég ekki fengið mér neitt sem vekur í mér sykurpúkann. Ég fékk mér 120g af þurrsteiktu svínakjöti sem var marenerað í sólþurrkuðum tómötum basil. Með var 350g af grænmeti steikt upp úr soyjasósu og svo náttúrulega vatn. Fann fyrir því að ég var gjörsamlega að springa þegar ég var aðeins meira en hálfnuð sem er mjög gott því það þýðir að maginn er að minka. Svo fékk ég mér eina ristaða brauðsneið í kaffinu (30g) með 2tsk (10g) af kotasælu og 1 tsk (5g) af sykurlausri sultu og svo kaffi með smá mjólk útí.

Er svolítið fúl því ég er oft að lesa inná öðrum átaksbloggum að fólk sé að missa 10,20 jafnvel 30 kg á bar nokkrum mánuðum en mér finnst þetta ekkert vera að ganga hjá mér. Er náttúrulega alltaf að stelast til að stíga á vigtina og hún sýnir enn þá bara 102 og virðist ekki haggast. Svo er ég alltaf að stelast til að mæla mig líka og mér finnst ég ekki vera að missa neina sentimetra heldur. Ég er bara fúl. En góðir hlutir gerast hægt og það er ekki ætlast til þess að þetta gerist bara yfir nótt. Það er fyrir mestu að ég held áfram og missi mig ekki.Fat Woman 5

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|