30 apríl 2004

GAMAN GAMAN


Jæja hef aðeins fundið fyrir "megrununi" síðasta sólahring. Hef langað í kolvetni og já bara verið svöng þannig að ég svindlaði aðeins í gær. Borðaði FJÓRAR hveithrökkbrauðskökur með létt kotasælu og sykurlausu marmelaði ekkert svakalegt en var samt með skíta móral yfir þessu í gær. En held ótrauð áfram. Sauðburður er að byrja hjá mér þannig að ég þarf að vera mikið á hreyfingu hlaupa út og inn og svona og það er bara bísna gaman. Vaknaði í morgun og langaði bara til að stökkva framm úr og fara út að hlaupa greinilegt að maður er að hrista af sér fitudoðann og fá smá aftur af gamla fídómskraftinum. Ég meira að segja hef hlaupið meira síðasta sólahringinn en ég hef gert í 2 ár!! Enda eru vöðvar sem ég hélt að væru farnir í eilífðar dvala farnir að segja til sín en það er allt í lagi ég bara blikka mömmu því hún er nefnilega sjúkranuddari og bið hana um að mýkja mig aðeins.

Allt annars gengið eins og í sögu og ég er svo jákvæð og glöð eitthvað að allt er bara yndislegt. Kallinn minn stendur hundraðprósent með mér í þessu en það er samt aðeins að fara í taugarnar á honum að það séu ekki til súkkulaði kex og slíkt, hann má nefnilega við því að borða slíkt því hann er 12 kg. of léttur. Þannig að við erum eins og gangandi tíu hehe. En hann er ekkert að kvarta þessi elska bara býður sér oftar í kaffi til mömmu sinnar og fær þar sínar kökur.

Fékk mér 80 grömm af kjúklingaborgara í hádeiginu í gær ásamt 310 grömmum af grænmeti, var reyndar frekar lystarlaus vegna vandamáls sem kom upp og kláraði því ekki allt. Svo fékk ég mér fyrr nefndar kexkökur plús eitt ristaðbrauð með kotasælu og sultu. Var frekar dugleg í vatninu en hafði alveg mátt vera meira. Fékk mér svo 170 grömm af kjúkling og beikoni í kvöldmat með 300 grömmum af grænmeti með. Fékk mér svo vatn og appelsínusafa um kvöldið og te.
Ég á að borða meira af AB mjólk eða bara mjólkurvörum yfirleitt en er ansi löt við það ég hef aldrei komist upp á lagið með að drekka mjólk og er ekki hrifin af mjólkurvörum borða t.d. helst ekki skyr. En ég þarf að taka það í gegn hjá mér því ég á að drekka meiri mjólk.
Í morgun fékk ég mér svo eina ristaðabrauðsneið með 11% osti og sultu og 1 1/4 dl af appelsínusafa og kaffi.

Jæja best að fara að eldahádeigismatinn ætli ég hafi ekk fisk, svo ætla ég að fara út í fjárhús aftur til að tékka á rollunum. Sjáumst síðar.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|