05 maí 2004

....OG ÁFRAM SKAL HALDIÐ....


Jæja þetta mjakast allt með sínum hraða. Var 98 á vigtinni í morgun þannig að yfir fimm kíló eru farin (yesss, yesss, yesss). Fór í vigtun í gær til Kristínar (ég held að ég hef aldrei séð eins margar feitar kerlingar saman komnar á einn stað) og það vantaði 400 grömm upp á að ég væri jafn þung og síðast þannig ég var þar 104,2 en var síðast (þ.e. í janúar lok) 103,8 var bara nokkuð sátt við það þar sem ég þyngdist um 6 kg síðan þá og þangað til ég byrjaði á þessu átaki hjá mér núna. En það er sem sagt ljóst að ég þurfi að rjúfa þriggjastafa múrinn tvisvar en það er nú allt í lagi ég held mig bara við mína vigt þessi er bara svona auka.

Hundleiðinlegt veður hérna á klakanum núna vildi að ég væri bara komin til Noregs til Lilju eða til Danmerkur til stóru konunar það væri sko ljúft. Nenni ekkert að labba þegar veðrið er svona nema þá bara út í fjárhús. Þannig ég býst alveg við því að vigtin verði ekki á eins mikilli hraðferð niður og hún hefur verið. En það á að hlýna á föstudag/laugardag þannig að þá get ég farið eitthvað út að gera eitthvað skemmtilegt. Fyndið hvað ég sakna einskyns, ég meina til dæmis finnst mér pizzur voða góðar en ég sakna þeirra ekkert núna þegar ég "má" ekki borða þær hélt einvhern veginn að þetta yrði mikið erfiðara allt en svo virðist ekki vera alla vega ekki enn. Það verður allt að vera auðvelt hjá mér ég hef nefnilega enga sjálfstjórn eða aga, ef illa gengur eða mig langar mikið í eitthvað þá fæ ég mér það bara ég er svo mikill aumingi. Ég hætti að reykja eftir að hafa reykt í í rúm 10 ár og það tók eitt námskeið á einu kvöldi og eru komin 2 ár síðan, ég hafði sko aldrei getað hætt að reykja ef ég hafði ekki bara gert það svona á námskeiði. Eins er þetta með matinn ég þarf vist aðhald frá einhverju eins og DDV því ég get ekki ákveðið það bara sjálf að hætta að borða slæmar fæðutegundir.
En jæja best að hætta þessu og muna að taka einn dag í einu.

0 Tjáðu sig:

Skrifa ummæli

aftur heim

|