16 janúar 2005

Þetta er allt að ganga..

hjá mér. Ég steig á vigtina og tók vikulega tölu, hún sagði mér að ég hafði lést um 1 kg sem er mjög gott, einnig tók ég sentimetramálin og ég hafði misst fullt af þeim líka!!
Magi var 123cm en komin niðrí 116cm,
rassin var 120cm en komin niðrí 116cm,
brjóstin voru 115,5cm en voru komin niðrí 110cm
mittið var 101cm en ég var komin niðrí 95,5cm.

Brjálað að gera í skólanum og nú erum við Sveinn búin að færa brúðkaupsdaginn. Brúðkaupið fer sem sagt fram 19 Febrúar spurning hvað ég næ miklu af mér fyrir þann tíma? En jæja hef sagt nóg í bili, sjáumst síðar

10 Tjáðu sig:

Anonymous Nafnlaus sagði...

frábært hjá þér :)
kv, eg_get

17. janúar 2005 kl. 08:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér, heilt kíló er frábært mál og fullt af sentimetrum.
SúperS

17. janúar 2005 kl. 12:30  
Blogger gerrit sagði...

Aldeilis flott hjá þér - reiknaðu með 3-5kg fyrir 19. febrúar.

17. janúar 2005 kl. 21:38  
Blogger Lilja sagði...

Víúvíú, ógeðslega flott hjá þér skvísa ;) Haltu bara áfram svona og þá verða örugglega farin a.m.k. 3 kg 19. febrúar ;)

17. janúar 2005 kl. 22:07  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju:) Og til hamingju með það að vera að ganga í frúartölu. Frú Olla:) Hljómar bara nokkuð vel;)
Kv, Dagný.

19. janúar 2005 kl. 02:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hafdís
Velkomin aftur ... og frábær árangur so far :O)

20. janúar 2005 kl. 12:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

va flott hja ther.
thu gætir nu alveg nad allt ad fjorum kiloum myndi eg segja fyrir thann tima. en til hamingju med ad vera ad fara ad gifta thig.

kv, dullurass

21. janúar 2005 kl. 23:12  
Blogger Ágústa sagði...

Frábært hjá þér Olla ;) Þú stendur þig ótrúlega vel og átt pottþétt eftir að gera það fram að brúðkaupinu líka - gangi þér vel :)

21. janúar 2005 kl. 23:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Oh, til hamingju með að vera laus við alla þessa sentimetra :)

Kveðja,
Pavlova

8. febrúar 2005 kl. 12:07  
Blogger Ágústa sagði...

Til lukku með að vera orðin FRÚ Olla :) og til lukku með leyndarmálið líka ;) (sá það á hinni bloggsíðunni þinni)

22. febrúar 2005 kl. 17:22  

Skrifa ummæli

aftur heim

|